„Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 19:30 Wayne Rooney finnst hann hefði átt að skora fleiri mörk á ferlinum. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira