„Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 19:30 Wayne Rooney finnst hann hefði átt að skora fleiri mörk á ferlinum. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira