„Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 19:30 Wayne Rooney finnst hann hefði átt að skora fleiri mörk á ferlinum. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Wayne Rooney segir að hann hafi ekki verið „náttúrulegur“ markaskorari þrátt fyrir að eiga markamet Manchester United sem og enska landsliðsins. Hinn 34 ára gamli Rooney spilar í dag með Derby County í ensku B-deildinni ásamt því að vera í þjálfarateymi félagsins. Hann gerði garðinn frægan hjá Everton áður en hann fór til enska stórliðsins Manchester United þá aðeins 18 ára gamall. Þaðan lá leiðin aftur til Everton, til Bandaríkjanna þar sem hann lék með DC United og að lokum til Derby í B-deildinni. Rooney telur sig hins vegar ekki vera, og aldrei hafa verið, „náttúrulegan“ markaskorara. Það er vissulega áhugavert að leikmaður sem á bæði markamet Manchester United sem og enska landsliðsins telji sig ekki vera „náttúrulegan markaskorara.“ Alls skoraði hann 253 mörk í treyju Manchester United og braut þar með markamet Sir Bobby Charlton sem hafði staðið í heil 50 ár. Þá braut hann einnig markamet enska landsliðsins en Sir Bobby átti það líka. Rooney skoraði 53 mörk fyrir enska landsliðið á sínum tíma en hann lagði landsliðsskóna á hilluna þann 4. nóvember 2018. Alls lék hann 120 leiki fyrir Englands hönd. Í vikulegum pistli sínum fyrir Sunday Times segir Rooney að þrátt fyrir markametin tvö hefði hann átt að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég var aldrei eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy,“ segir Rooney í pistlinum. Þar segir hann einnig að hann hafi alltaf frekar horft á leikmenn á borð við Paul Scholes eða Xavi frekar en framherja í öðrum liðum. „Ég er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands, gerir það mig mjög stoltan en samt hafa verið betri „níur“ en ég. Ég vildi alltaf skora en ég elskaði leikinn sjálfan meira." Rooney nefnir einfalda ástæðu þess að hann eigi bæði markametin, hann var svo lengi að. „Ég spilaði fyrir United í þrettán ár og England í fimmtán. Ég hafði tíma til að brjóta bæði metin en þegar ég horfi til baka þá hefði ég átt að skora meira.“ Þá telur þessi fyrrum markamaskína að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, muni brjóta landsliðsmetið fyrr heldur en síðar. „Ég held það muni ekki taka Harry Kane langan tíma að brjóta metið mitt hjá enska landsliðinu. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ég hef aldrei verið eigingjarn og það væri frábært fyrir England og Harry ef hann myndi ná metinu. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, vonandi þarf ég ekki að bíða svo lengi.“ Harry Kane hefur sem stendur skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið. „Hvað varðar United þá gæti það staðið lengur þar sem leikmenn eru ekki jafn lengi hjá félagsliðum og þeir voru hér áður fyrr. Að því sögðu þá gætu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eflaust brotið það á þremur til fjórum árum ef annar þeirra ákveður að flytja sig yfir til Old Trafford,“ skrifar Rooney að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira