Innlent

Smitin í Eyjum orðin 51

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Vestmanneyjum, séð inn í Herjólfsdal.
Frá Vestmanneyjum, séð inn í Herjólfsdal. Foto: Vilhelm/Vilhelm Gunnarsson

Fjórir Eyjamenn til viðbótar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum. Þrír af þessum fjórum nýsmituðu voru þegar í sóttkví þegar smit greindist.

Stór hluti íbúa Heimaeyjar eru í sóttkví en alls eru þeir 577 en 19 hafa lokið sóttkví. 

Í tilkynningu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir að smitrakningu sé lokið fyrir öll þekkt smit á staðnum. „Það er allra hagur að sem flestir nýgreindir séu komnir í sóttkví þegar þeir greinast enda eru þá færri og oft enginn í kringum þá sem er útsettur fyrir smiti,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.