Innlent

Smitin í Eyjum orðin 51

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Vestmanneyjum, séð inn í Herjólfsdal.
Frá Vestmanneyjum, séð inn í Herjólfsdal. Foto: Vilhelm/Vilhelm Gunnarsson

Fjórir Eyjamenn til viðbótar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum. Þrír af þessum fjórum nýsmituðu voru þegar í sóttkví þegar smit greindist.

Stór hluti íbúa Heimaeyjar eru í sóttkví en alls eru þeir 577 en 19 hafa lokið sóttkví. 

Í tilkynningu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir að smitrakningu sé lokið fyrir öll þekkt smit á staðnum. „Það er allra hagur að sem flestir nýgreindir séu komnir í sóttkví þegar þeir greinast enda eru þá færri og oft enginn í kringum þá sem er útsettur fyrir smiti,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×