Fótbolti

Segir að Messi og Ronaldo gætu kannski freistast til að spila í Hvíta-Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það má búast við að þetta yrðu viðbrögðin hjá þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar þeir heyra tillögu Alexander Hleb.
Það má búast við að þetta yrðu viðbrögðin hjá þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar þeir heyra tillögu Alexander Hleb. Getty/Harold Cunningham

Alexander Hleb, fyrrum stjarna hjá Arsenal, er á því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ættu að koma til Hvíta Rússlands til að spila fótbolta nú þegar öllum öðrum deildum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Eins og Blikinn Willum Þór Willumsson þekkir þá er enn verið að spila fótbolta í Hvíta Rússlandi og Alexander Hleb virðist vera mjög sáttur með það.

Alexander Hleb segir að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ættu að horfa til marga af bestu íshokkí leikmanna heims sem fóru til Rússlands þegar Bandaríkjamenn hættu að spila leiki í NHL-deildinni.

„Allur heimurinn horfir nú á leikina í hvít-rússnesku deildinni. Allir ættu að kveikja á sjónvarpinu og horfa á okkur,“ sagði Alexander Hleb.

„Þegar NHL-deildin lokaði þá fóru fullt af íshokkí leikmönnum til Rússlands til að fá að spila. Kannski ættu þeir Lionel Messi and Cristiano Ronaldo að koma til Hvíta-Rússlands til að fá að spila fótbolta,“ sagði Hleb.

„Það er eini staðurinn í Evrópu þar sem þú getur spilað fótbolta. Að minnsta kosti myndu þeir gleðja hvít-rússnesku þjóðina,“ sagði Hleb.

Alexander Hleb gerði góða hluti með Arsenal frá 2005 til 2008 og fór þaðan til Barcelona en tókst aldrei að ná sér á strik sem liðsfélagi Lionel Messi.

Alexander Hleb flakkaði síðan mikið á milli liða þar til að hann setti skóna upp á hillu í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.