Erlent

Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Svæðið var opið í fleiri vikur þrátt fyrir að fjöldi kórónuveirusmita hefðu verið rakin þangað.
Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Svæðið var opið í fleiri vikur þrátt fyrir að fjöldi kórónuveirusmita hefðu verið rakin þangað. Vísir/Getty

Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins.

Fregnir herma að fjöldi kórónuveirusmita hafi verið rakinn til flautu sem þrítugur þýskur barþjónn lét ganga á milli fólks á Kitzloch, vinsælum bar í Ischgl. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það hafi þó ekki verið staðfest. Smit hundraða Íslendinga, Austurríkismanna, Þjóðverja og Skandínava hafa verið rakin til Ischgl. Þrátt fyrir það var skíðasvæðið og barir opnir í fleiri vikur eftir það.

Rannsóknin nú beinist að því hvort að forráðamenn barsins hafi haldið því leyndu að starfsmaður hafi veikst í febrúar.

Smituðum í Austurríki fjölgaði um rétt tæpan fimmtung á milli daga í dag. Alls hafa nú 3.611 tilfelli greinst. Ischgl var lokað alfarið fyrir rúmri viku. Werner Kurz, bæjarstjórinn þar, sagði lokunina stórslys fyrir bæinn og fullyrti að öllum reglum hefði verið framfylgt á tilsettum tíma þar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×