Vill aflýsa Serie A vegna „plágunnar“ sem nú geisar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:45 Birkir og Paulo Dybala í leik Brescia og Juventus. Dybala hefur síðan greinst með COVID-19. Valerio Pennicino/Juventus FC via Getty Images Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15