„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 15:30 Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira