Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 14:45 Klopp er við það að binda endi á 30 ára þurrkatímabil Liverpool. Max Maiwald/Getty Images Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira