Fótbolti

James Milner fer á kostum í fríinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Milner í leik Liverpool og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu fyrr í mánuðnum.
Milner í leik Liverpool og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu fyrr í mánuðnum. Simon Stacpoole/Offside/Offside/Getty Images

Enska úrvalsdeildin mun ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi 30. apríl. Þá eru leikmenn látnir æfa heima hjá sér til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19.

James Milner, leikmaður Liverpool, er einn þeirra sem nýtir fríið vel en hann fer á kostum á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þar gerir hann stólpagrín að sinni eigin ímynd.

Fyrir þau ykkar sem vita það ekki þá er Twitter aðgangurinn Boring James Milner, eða einfaldlega „Hinn leiðinlegi James Milner“ einkar vinsæll en þar er gert grín af því hversu óspennandi karakter Milner virðist vera. 

Nýtur sá aðgangur mikilla vinsælla en hann er með 663 þúsund fylgjendur á Twitter. Milner, sem er sjálfur með yfir milljón fylgjendur, gerir í því að ýta undir téða ímynd af sjálfum sér.

Hann er annað hvort að dytta að garðinum með skrautskærum, flokka tepoka eða undirbúa heimakennslu barna sinna. 

Milner hefur ekki verið í aðalhlutverki hjá Liverpool á leiktíðinni en ljóst er að þessi reyndi leikmaður er einkar mikilvægur á æfingasvæðina og reikna má með að hann miðli reynslu sinni til yngri leikmanna. 

Hann er eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina en hann varð tvívegis meistari með Manchester City á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×