Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35