Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 13:17 Richard Burr. EPA/SHAWN THEW Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira