Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 11:07 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli hófst á Alþingi í morgun og er reiknað með að frumvarpið verði að lögum í dag. Formaður velferðarnefndar segir vel gert í frumvarpinu miðað við aðstæður þar sem réttur sjálfstætt starfandi sé einnig tryggður sem og réttur foreldra barna í sóttkví til launa. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um greiðslu atvinnuleysisbóta til að vega upp á móti lækkuðu starfshlutfalli vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu kórónaveirunnar var lagt fram á föstudag fyrir viku. Það hefur tekið miklum breytingum í meðförum velferðarnefndar en í gærdag lagði félagsmálaráðherra fram breytingatillögur sem hækkuðu allar viðmiðanir frá upprunalega frumvarpinu. Þannig munu samanlögð laun og bætur þeirra sem eru með 400 þúsund og minna í laun síðustu þrjá mánuði fyrir fullt starf ekki skerðast næstu þrjá mánuði. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir það ekki gerast oft að allir flokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu standi saman að áliti við afgreiðslu mála úr nefnd. „Það tókst í þetta sinn þannig að nefndin stóð öll saman að þessu áliti þótt einhverjir séu með fyrirvara. En þá eru það smávægilegir fyrirvarar. Þetta skiptir rosalega miklu máli. Nefndin er náttúrlega búin að vinna núna sólarhringum saman frá því um helgina. Það skiptir rosalegu máli að finna þessa samstöðu,“ segir Helga Vala. Auk þessa að tryggja öllum framfærslu með blöndu skertra launa og bóta á móti, heldur réttur launafólks til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð sér sem og til fæðingarorlofs og svo framvegis. „Miðað við aðstæður er verið að teygja sig ansi langt. Það er sérstaklega verið að tryggja þá sem hafa lægstu launin. Að það verði engin skerðing þar. Þeir sem eru hins vegar með hærri laun munu verða fyrir skerðingum. Þá erum við að tala um þá sem eru með tólf hundruð þúsund og yfir. Það er óhjákvæmilegt,“ segir formaður velferðarnefndar. Aðgerðirnar séu hugsaðar til að koma í veg fyrir fjölda uppsagna í þeirri von að þetta sé tímabundið ástand. Þá sé einnig hugað að sjálfstætt starfandi einstaklingum og þá miðað við ársuppgjör þeirra til skattayfirvalda sem og námsmanna. Einnig voru gerðar ráðstafanir varðandi fólk í sóttkví til réttar á launum, hvort sem það þarf að fara í sóttkví sjálft eða vegna barna sinna. „Þá er það atvinnurekandinn sem í rauninni sækir um að fá bætur vegna starfsmanna sem eru í sóttkví,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35