Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 23:21 Ekki kemur fram í færslu lögreglunnar um hvaða kappleiki á höfuðborgarsvæðinu smitin gætu tengst. Margir Eyjamenn lögðu hins vegar leið sína í Laugardalshöll til að sjá sína menn leggja Stjörnuna í bikarúrslitaleik 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví eftir að einn úr þjálfaraliðinu greindist smitaður innan við viku eftir leikinn. Vísir/Daníel Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41