Fótbolti

Stjörnur Perugia hringja í stuðningsmenn | Eldri hjón héldu að um símaat væri að ræða

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Perugia kunna að meta dygga stuðningsmenn.
Leikmenn Perugia kunna að meta dygga stuðningsmenn. vísir/getty

Leikmenn ítalska knattspyrnufélagsins Perugia hafa reynt að gera sitt til að létta stuðningsmönnum félagsins lífið nú þegar Ítalir þurfa allir að vera í heimasóttkví vegna kórónuveirunnar.

Helstu stjörnur Perugia-liðsins hafa hringt í ársmiðahafa félagsins til þess eins að spjalla við þá og stytta þeim stundir á erfiðum tímum.

Perugia birti á Facebook vídjó af því þegar markvörðurinn Guglielmo Vicario hringdi í eldri hjón sem átt hafa ársmiða á heimaleiki Perugia í meira en hálfa öld. Það tók Vicario drykklanga stund að sannfæra hjónin um að ekki væri um símaat að ræða.

Þann 9. mars var öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl hið minnsta til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfir 3.000 Ítalir hafa látist vegna veirunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×