Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2020 18:07 Fundir Alþingis hófust á ný í dag eftir jólahlé. vísir/vilhelm Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20