Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 13:19 Bernie Senders segist vera að hugsa sinn gang. AP/Evan Vucci Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent