Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 11:16 Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfallt hærri en í Kína. AP/Luca Bruno Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020 Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra. Aðgerðirnar ná yfir um tíu þúsund læknanema sem munu því útskrifast átta til níu mánuðum á undan áætlun. Markmiðið er að hjálpa heilbrigðiskerfi landsins sem er á kafi vegna nýju kórónuveirunnar en einnig hefur verið kallað eftir því að læknar á eftirlaunum snúi aftur til starfa. Um það bil þrjár vikur eru síðan krísan hófst á Ítalíu og á þeim tíma hafa sjúklingar bókstaflega hrannast upp. AP fréttaveitan ræddi við lækni í Brescia sem segir tómu húsnæði hafa verið breytt í gjörgæslu, þvottahúsi breytt í biðstofu og tjöld séu notuð til að greina sjúklinga. Náist ekki tök á ástandinu segir Sergio Cattaneo að heilbrigðiskerfi landsins, og þá sérstaklega norðurhluta þess, muni kikna undan álaginu. Cattaneo segir hraði útbreiðslu veirunnar hafa komið öllum á óvart og hana verði að stöðva. Um 2.500 hafa látið lífið á Ítalíu og rúmlega 31 þúsund smit hafa verið staðfest. Af þeim eru rúmlega 2.600 heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi sýktra heilbrigðisstarfsmanna er mjög hár í landinu eða hlutfallslega tvöfalt hærri en í Kína. Hér má sjá tíst frá forseta Gimbe Foundation á Ítalíu, sem eru samtök sem vinna að bótum á heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir fjölda sýktra heilbrigðisstarfsmanna vera gífurlegt vandamál. #coronavirus: parliamo di un gravissimo problema.Il contagio degli operatori sanitari:- Sino a 11-3 non conoscevamo i numeri- Oggi sono 2.629 (8,3% dei casi totali)- Procedure e dispositivi protezione ancora inadeguatiPrendersi cura di chi si prende cura#COVID19italia pic.twitter.com/KfmCyRweiD— Nino Cartabellotta (@Cartabellotta) March 17, 2020 Samkvæmt frétt ítölsku fréttaveitunnar ANSA hefur AirBNB á Ítalíu boðið nýjum læknum og hjúkrunarfræðingum að finna tímabundið húsnæði að kostnaðarlaus. Ekki bara skortur á fólki Skortur á fólki er þó ekki eina vandamál heilbrigðiskerfis Ítalíu og jafnvel ekki einu sinni stærsta vandamálið. Þar er nefnilega mikill skortur hlífðarbúnaði og á öndunarvélum, eins og víða annars staðar í heiminum. Hingað til hefur um tíu prósent þeirra sem smitast þurft á innlögn á gjörgæslu að halda og þá sérstaklega vegna öndunarörðugleika. Yfirvöld Langbarðalands (Lombardy) vinna nú að því að byggja stærðarinnar bráðabirgðagjörgæslu í Mílan, þar sem á að koma fyrir 400 sjúklingum. Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn óttast þó að hvorki verði hægt að finna búnað eins og öndunarvélar fyrir sjúkrahúsið né manna það. Almannavarnir Ítalíu hafa gagnrýnt önnur ríki, þar sem hlífðarbúnaður eins og grímur og einnota hanskar er framleiddur, harðlega fyrir að stöðva útflutning slíkra vara til Ítalíu. Angelo Borrelli, yfirmaður Almannavarna Ítalíu, hefur sérstaklega nefnt Indland, Rússlands, Rúmeníu og Frakkland í því samhengi. Fangar á Ítalíu hafa þess vegna verið fengnir til að framleiða hlífðargrímur og er áætlað að þeir geti framleitt um tíu þúsund á dag. Bannað að reka fólk Ríkisstjórn Ítalíu hefur samþykkt 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að styrkja stoðir heilbrigðiskerfis landsins og í senn styðja efnahag þess. Sergio Mattarella skrifaði undir lögin, sem kallast „Cura-Italia“, í morgun. Lögin fela meðal annars í sér aðgerðir sem snúa að skattaafslætti, frestun greiðslu opinberra gjalda, mataraðstoð fyrir fátæka og þá var kosningum á Ítalíu frestað fram á haust. Einnig verður fyrirtækjum meinað að reka fólk, án góðra ástæðna, næstu tvo mánuðina og foreldrar barna í skólum sem hefur veirð lokað fá aukið leyfi frá störfum, svo eitthvað sé nefnt. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu reyndi að stappa stálinu í þjóðina í gær. Oggi stiamo affrontando una nuova prova. Difficilissima. Sono tanti gli italiani che in queste ore versano lacrime per la perdita di un familiare, che vivono l angoscia di un ricovero, la lontananza dei propri cari, la chiusura della propria attività, l incertezza del futuro.— Giuseppe Conte (@GiuseppeConteIT) March 17, 2020
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira