Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 20:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ræddi við fréttamenn eftir að fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna lauk síðdegis. Vísir/EPA Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00