„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:43 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, mæta til fundar sem hófst klukkan 18:30 í utanríkisráðuneytinu vegna tillögu ESB um 30 daga ferðabann. Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira