Erlent

Stjórnvöld hunsa ráðleggingar sérfræðinga um sykur- og alkóhólneyslu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í fyrsta sinn eru ráðleggingarnar um alkhóhólneyslu útskýrðar. Sumir hafa haldið að eitt glas á dag þýddi bæði eitt glas á dag eða sjö glös einn dag í viku en nú hefur verið tekið fyrir þann misskilning. Eitt glas skal það vera á dag, óuppsafnanlegt.
Í fyrsta sinn eru ráðleggingarnar um alkhóhólneyslu útskýrðar. Sumir hafa haldið að eitt glas á dag þýddi bæði eitt glas á dag eða sjö glös einn dag í viku en nú hefur verið tekið fyrir þann misskilning. Eitt glas skal það vera á dag, óuppsafnanlegt.

Bandarísk stjórnvöld hunsuðu ráðleggingar vísindamanna þegar ný viðmið um ráðlagða dagskammta voru gefin úr. Ráðgjafanefnd hafði mælt með því að ráðlögð neysla sykurs og alkóhóls yrðu minnkuð en ekki var farið að tillögum nefndarinnar.

Umrædd viðmið um ráðlagða dagskammta eru uppfærð á fimm ára fresti, síðast í gær. 

Það vakti athygli að ýmis viðmið stóðu óbreytt, þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga. Þeir höfðu til dæmis lagt til að hlutfall viðbætts sykurs yrði minnkað úr tíu prósentum daglegra hitaeininga í sex prósent. Það var ekki gert.

Þá var mælt með því að karlmönnum yrði ráðlagt að neyta aðeins eins áfengs drykkjar á dag, líkt og konum, en viðmiðið er enn tveir drykkir.

Hin nýju en lítt endurbættu viðmið hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka ekki tillit til þátta á borð við Covid-19 faraldursins eða ábendinga vísindamanna um að ráðleggingarnar taki mið af þáttum á borð við fæðuöryggi og langvarandi sjúkdóma.

Undir tveggja ára eiga ekki að fá viðbættan sykur

Í tillögum sínum benti ráðgjafanefndin meðal annrs á að viðbættur sykur ætti þátt í þyngdaraukningu og offitu, sem hefðu verið tengd við langvarandi sjúkdóma á borð við áunna sykursýki.

Meira en tveir þriðjuhlutar fullorðinna Bandaríkjamanna eru í yfirþyngd eða þjást af offitu en offita og áunnin sykursýki eru meðal áhættuþátta alvarlegra veikinda í kjölfar Covid-19 smits.

Það sem er nýtt í ráðleggingunum er að í fyrsta sinn er tekið fram að börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að neita viðbætts sykurs en hann er að finna í ýmsum matvælum sem börnum eru gefin, til að mynda morgunmat og safadrykkjum.

Ráðleggingarnar eru ekki bara bókstafur á pappír heldur hafa þær ýmis áhrif á daglegt líf. Skólamáltíðir eru til dæmis hannaðar í kringum þær og þá hafa þær áhrif á útgáfu matarmiða fyrir fátæka. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×