Innlent

Samningar við Moderna og Pfizer tryggja rúmlega 200 þúsund skammta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásthildur Knútsdóttir staðgengill ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins undirritar samningana við Moderna og Pfizer
Ásthildur Knútsdóttir staðgengill ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins undirritar samningana við Moderna og Pfizer Heilbrigðisráðuneytið

Íslensk yfirvöld skrifuðu í dag undir samninga við lyfjafyrirtækin Moderna og Pfizer sem tryggja alls 208 þúsund skammta af bóluefnum fyrirtækjanna tveggja vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins þar sem segir að samningurinn við Moderna tryggi 128 þúsund skammta sem duga fyrir 64 þúsund eintaklinga, það sama og aðrar Evrópuþjóðir eigi rétt á í hlutfalli við mannfjölda.

Þá voru einnig undirritaður viðbótarsamningur við Pfizer sem kveður á um að 80 þúsund skammta til viðbótar fyrri samningi, sem þýðir að alls munu skammtar fyrir 125 þúsund einstaklinga hér á landi berast frá Pfizer.

Samningarnir tveir sem undirritaðir voru í dag tryggja því 208 þúsund skammta til viðbótar þess sem þegar hafi verið samið um. Þessir samningar auk fyrri samnings við Pfizer tryggir bóluefni fyrir 189 þúsund manns.

Moderna hefur enn ekki fengið markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu en gert er ráð fyrir að mat þess efnis liggi fyrir í kjölfar fundar stofnunarinnar snemma í janúar á næsta ári. Moderna áætlar að geta hafið afhendingu bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Afhending á bóluefni Pfizer er hafin en fyrsta sendingin kom til landsins á mánudag og hófst bólusetning í gær.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir stöðu samninga íslenskra yfirvalda um bóluefni vegna Covid-19.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Kurr í sjúkra­flutninga­mönnum vegna for­gangs­röðunar í bólu­setningu

Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×