Innlent

Alls sex­tán nú greindir með veiruna eftir skimun í Turninum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi.
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fer fram í Turninum í Kópavogi. Vísir/vilhelm

Alls hafa nú sextán greinst með kórónuveiruna eftir að hafa komið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Þetta staðfestir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu.

Nú á tólfta tímanum í morgun var alls búið að greina 1600 sýni úr skimuninni. Í lok dags í gær höfðu níu greinst með veiruna þegar farið hafði verið yfir rétt rúmlega þúsund sýni. Kári segir hlutfall smitaðra nú þannig haldast í um einu prósenti, líkt og í gær.

Sjá einnig: „Fínn fyrsti kafli“ í vísinda­skáld­sögu um enda­lok mann­kyns

Fram kom í máli Kára í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að um helmingur smitaðra úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefði ekki verið orðinn veikur. Hinn helmingurinn hefði verið með „venjulegt kvef“. Þá væri búið að raðgreina veiruna í tveimur þeirra sem greindust með veiruna. Annar þeirra var með S-gerð veirunnar og hinn með L-gerð.

Kári gerir ráð fyrir að um þúsund niðurstöður til viðbótar verði tilbúnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2500. Þegar hafa þúsundir manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og bókað er í skimun langt fram í tímann.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×