Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira