Sara Björk: Þetta er kvennaárið Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:43 Sara fagnar sigrinum í kvöld. Bragi Valgeirsson „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20
Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13
Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn