Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:23 Sara kampakát með verðlaunagripinn í kvöld. Bragi Valgeirsson Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66 Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira