Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 14:49 Ef rétt reynist verður hægt að bólusetja sex þúsund manns í stað fimm þúsund með bóluefninu sem kom í morgun. Vísir/Egill og Pfizer Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira