Fá margra milljóna króna sekt fyrir að mæta of seint á æfingu hjá Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:31 Menn mæta á réttum tíma hjá Frank Lampard því annars gætu þeir orðið mörgum milljónum fátækari. Getty/Chloe Knott Það gæti verið dýrkeypt fyrir leikmenn Chelsea að sofa yfir sig eða lenda í umferðarteppu á leið á æfingar eða liðsfundi. Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.) Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira