Fá margra milljóna króna sekt fyrir að mæta of seint á æfingu hjá Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:31 Menn mæta á réttum tíma hjá Frank Lampard því annars gætu þeir orðið mörgum milljónum fátækari. Getty/Chloe Knott Það gæti verið dýrkeypt fyrir leikmenn Chelsea að sofa yfir sig eða lenda í umferðarteppu á leið á æfingar eða liðsfundi. Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.) Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira