Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 14:08 Boeing Max 737 vélar hafa verið kyrrsetar í um 20 mánuði. Getty/Stephen Brashear Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira