Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:22 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir þeirra í sóttkví við greiningu. Fjórir greindust á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum og eru birtar með fyrirvara. Þá barst lögreglu tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöld um hugsanlegt brot í Landakotskirkjum, en þegar lögreglu bar að gerði voru um það bil fimmtíu manns að ganga frá kirkjunni. Fleiri voru innandyra, eða í kringum sjötíu til áttatíu að sögn lögreglu. Grímuskylda hafi ekki verið virt í hvívetna, einn sprittbrúsi innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta er annar dagurinn í röð sem lögregla leysir upp stórt samkvæmi, en í gær var það í Ásmundasal. Rögnvaldur Ólafsson segist dapur yfir þessum fréttum. „Alltaf þegar koma svona fréttir, bara frá því að þetta byrjaði þetta stóra verkefni, að maður verður alltaf svolítið vonsvikinn. Það er svona þessi tilfinning sem kemur upp af því að náttúrlega við erum öll að vinna að ákveðnu verkefni og í ákveðnum tilgangi og vita allir hvað er. Og þegar svona fréttir koma verður maður aðallaega bara leiður,“ segir Rögnvaldur. Hann óttast stóra bylgju eftir jól og biður fólk um að gæta sín. „Það er það sem við erum vön að gera þetta, þetta eru hefðirnar okkar og við erum bara svo rosalega drifin áfram af hefðum og vana að maður svolítið óttast að þetta muni skila okkur þá í fjölgun á smitum,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir þeirra í sóttkví við greiningu. Fjórir greindust á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum og eru birtar með fyrirvara. Þá barst lögreglu tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöld um hugsanlegt brot í Landakotskirkjum, en þegar lögreglu bar að gerði voru um það bil fimmtíu manns að ganga frá kirkjunni. Fleiri voru innandyra, eða í kringum sjötíu til áttatíu að sögn lögreglu. Grímuskylda hafi ekki verið virt í hvívetna, einn sprittbrúsi innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta er annar dagurinn í röð sem lögregla leysir upp stórt samkvæmi, en í gær var það í Ásmundasal. Rögnvaldur Ólafsson segist dapur yfir þessum fréttum. „Alltaf þegar koma svona fréttir, bara frá því að þetta byrjaði þetta stóra verkefni, að maður verður alltaf svolítið vonsvikinn. Það er svona þessi tilfinning sem kemur upp af því að náttúrlega við erum öll að vinna að ákveðnu verkefni og í ákveðnum tilgangi og vita allir hvað er. Og þegar svona fréttir koma verður maður aðallaega bara leiður,“ segir Rögnvaldur. Hann óttast stóra bylgju eftir jól og biður fólk um að gæta sín. „Það er það sem við erum vön að gera þetta, þetta eru hefðirnar okkar og við erum bara svo rosalega drifin áfram af hefðum og vana að maður svolítið óttast að þetta muni skila okkur þá í fjölgun á smitum,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira