Innlent

Hugsan­legt brot á sam­komu­banni í kirkju á að­fanga­dags­kvöld

Sylvía Hall skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er umrædd kirkja í miðbæ Reykjavíkur. 
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er umrædd kirkja í miðbæ Reykjavíkur.  Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni.

Þegar inn í kirkjuna var komið voru fleiri þar saman komnir samkvæmt dagbók lögreglu. Telur lögregla að um sjötíu til áttatíu hafi verið inni, bæði börn og fullorðnir, og ekki allir með andlitsgrímur. Einn sprittbrúsi var innandyra og ómögulegt að tryggja tveggja metra reglu samkvæmt lögreglu.

Þegar lögregla mætti á vettvang ræddi hún við sóknarprestinn og benti á hvað mætti betur fara.

Samkvæmt núgildandi takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þarf að tryggja tveggja metra nálægðarmörk á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi. Á það við um kennslu, fyrirlestra og trúarathafnir að því er fram kemur í núgildandi reglugerð.

Ef ekki er unnt að tryggja tveggja metra reglu skulu þeir sem fæddir eru 2004 og fyrr nota andlitsgrímur.

Þá eru fjöldasamkomur óheimilar til 12. janúar 2021 samkvæmt núgildandi reglugerð. 

Núgildandi reglugerð gildir til 12. janúar næstkomandi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×