Enski boltinn

Stóri Sam segir Arsenal vera í fallbaráttu

Ísak Hallmundarson skrifar
Sam Allardyce er mættur enn á ný í ensku úrvalsdeildina.
Sam Allardyce er mættur enn á ný í ensku úrvalsdeildina. getty/Lindsey Parnaby

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri West Brom, segir að stórveldið Arsenal sé eitt af þeim liðum sem sé að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri West Brom, segir að stórveldið Arsenal sé eitt af þeim liðum sem sé að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er í 15. sæti með 14 stig á meðan West Brom er í 19. sæti með sjö stig. W.B.A. mætir Liverpool, Leeds og Arsenal í jólatörninni.

„Ef þeir eru á meðal neðstu átta liðanna, þá eru þeir í fallbaráttunni, algjörlega,“ sagði Sam um Arsenal.

Hann segir að 4-1 tap Arsenal fyrir Manchester City í deildarbikarnum muni gera andrúmsloftið í kringum liðið enn verra. 

„Að tapa aftur, þó það hafi ekki verið í deildinni, dregur úr sjálfstrausti leikmanna Arsenal. Að sjálfsögðu. Þeir munu velta fyrir sér hvað hafi gerst, hvers vegna þeir eru svona neðarlega. Þeir munu hugsa með sér hvað þarf til að komast úr þessari stöðu.

Ég vona að við getum strítt Arsenal þegar við spilum við þá og reynt að vinna þá og öll önnur lið í neðri hluta deildarinnar,“ sagði Stóri Sam að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×