Innlent

Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður

Birgir Olgeirsson skrifar
Júlíus Geirmundsson sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar. 
Júlíus Geirmundsson sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar.  Hafþór Gunnarsson

Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært Svein Geir Arnarsson skipstjóra ísfirska togarans Júlíusar Geirmundssonar fyrir brot á 34. grein sjómannalaga. Fyrst var greint frá þessu í fréttum Ríkisútvarpsins en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, hefur staðfest þetta í samtali við Vísi. 

Í 34. grein sjómannalaga segir ef talið sé að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta starfar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættunni.

22 af 25 skipverjum Júlíusar sýktust af kórónuveirunni um borð í skipinu á veiðitúr í október síðastliðnum. Sjópróf fóru fram í Héraðsdómi Vestfjarðar í nóvember þar sem kom meðal annars í ljós að nokkrir skipverjar voru enn óvinnufærir vegna eftirkasta Covid. Við lögreglurannsóknina voru skipstjóri, forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem á skipið, og skipverjarnir yfirheyrðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×