Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2020 23:24 Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há, þar af 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metra breið. Kystverket Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00