Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 19:45 Bjargráður var græddur í manninn á Landspítalanum. Vísir/Hanna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira