Færa Gylfi og félagar stuðningsmönnum Everton góða jólagjöf? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2020 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið vel með Everton að undanförnu. getty/Tony McArdle Everton tekur á móti Manchester United í síðasta leik átta liða úrslita enska deildabikarsins í kvöld. Bæði lið eru á góðu skriði. Everton og United eru jöfn að stigum í ensku úrvalsdeildinni en báðum liðum hefur gengið vel þar að undanförnu. Everton hefur unnið þrjá góða sigra í röð, á Chelsea, Leicester City og Arsenal, eftir rýra uppskeru í leikjunum þar á undan. United hefur aftur á móti unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Einn af þeim sigrum var gegn Everton á Goodison Park, 1-3. Eins og alltaf lenti United undir á útivelli en kom til baka og tryggði sér sigurinn. Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir United og Edinson Cavani eitt. Bernard gerði mark Everton. Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið afar vel í síðustu leikjum Everton. Hann skoraði til að mynda sigurmarkið gegn Chelsea og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. Það gæti þó verið að hann fengi frí í kvöld eins og fleiri lykilmenn liðanna. Leikið er þétt yfir hátíðarnar og liðin verða aftur í eldlínunni á öðrum degi jóla. United sækir þá Leicester heim á meðan Everton fer í heimsókn til Sheffield og mætir þar botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki náð langt í deildabikarnum á undanförnum árum og aðeins komist tvisvar í undanúrslit keppninnar á þessari öld. United komst hins vegar í undanúrslit deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City, 2-1 samanlagt. Leikur Everton og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Everton og United eru jöfn að stigum í ensku úrvalsdeildinni en báðum liðum hefur gengið vel þar að undanförnu. Everton hefur unnið þrjá góða sigra í röð, á Chelsea, Leicester City og Arsenal, eftir rýra uppskeru í leikjunum þar á undan. United hefur aftur á móti unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Einn af þeim sigrum var gegn Everton á Goodison Park, 1-3. Eins og alltaf lenti United undir á útivelli en kom til baka og tryggði sér sigurinn. Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir United og Edinson Cavani eitt. Bernard gerði mark Everton. Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið afar vel í síðustu leikjum Everton. Hann skoraði til að mynda sigurmarkið gegn Chelsea og lagði upp sigurmarkið gegn Arsenal. Það gæti þó verið að hann fengi frí í kvöld eins og fleiri lykilmenn liðanna. Leikið er þétt yfir hátíðarnar og liðin verða aftur í eldlínunni á öðrum degi jóla. United sækir þá Leicester heim á meðan Everton fer í heimsókn til Sheffield og mætir þar botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki náð langt í deildabikarnum á undanförnum árum og aðeins komist tvisvar í undanúrslit keppninnar á þessari öld. United komst hins vegar í undanúrslit deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City, 2-1 samanlagt. Leikur Everton og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira