Innlent

Undir­rituðu samning við Jans­sen um bólu­efni fyrir 235 þúsund manns

Atli Ísleifsson skrifar
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og Áslaug Einarsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu.
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og Áslaug Einarsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu. Heilbrigðisráðuneytið

Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga.

Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Áður hefur verið gerður samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115 þúsund einstaklinga.

„Þátttaka Íslands í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum í gegnum samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tryggir Íslandi hlutfallslega sama magn bóluefna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í samstarfinu. Framkvæmdastjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlutfallslegri úthlutun miðað við höfðatölu hverrar þjóðar.

Heilbrigðisráðuneytið vinnur að lokagerð samnings við lyfjaframleiðandann Moderna og er ráðgert að undirrita hann 31. desember næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ræddi við fram­kvæmda­stjóra hjá Pfizer til að fá betri yfir­sýn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×