Innlent

Borgar­vogur verði frið­lýstur

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarvogur í Borgarbyggð.
Borgarvogur í Borgarbyggð. Umhverfisstofnun/Þorleifur Geirsson

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Frá þessu segir á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þar segir að Borgarvogur sé eitt af mikilvægari fuglasvæðum Vesturlands og á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði. Bogarvogur sé ennfremur á náttúruminjaskrá.

„Þá geymir Borgarvogur víðáttumikla leiru sem flokkuð er sem gulþörungaleira og er hún sú stærsta af þessari vistgerð hér á landi svo vitað sé. Leirur eiga ennfremur þátt í að takmarka gróðurhúsaáhrif og önnur neikvæð áhrif loftslagsvárinnar en leira bindur gróðurhúsaloftegundir og er binding á flatareiningu mikil.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðareglur náttúruverndarlaga,“ segir í tilkynningu.

Svæðið sem um ræðir er 2,55 ferkílómetrar að stærð.

Umhverfisstofnun


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×