Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 12:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sést hér í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins fyrir leik á móti Skotum á Laugardalsvellinum árið 2002. Getty/Vladimir Rys Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37
„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17