Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór Viðarsson spjallaði við Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvelli í dag. STÖÐ 2 SKJÁSKOT Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira