Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 12:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sést hér í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins fyrir leik á móti Skotum á Laugardalsvellinum árið 2002. Getty/Vladimir Rys Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37
„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn