Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 10:37 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni með 21 árs landsliðinu. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira