Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 22:07 Konurnar sneru aftur til Þýskalands og Finnlands ásamt átján börnum núna um helgina. Getty/Nacho Calonge Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS. Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS.
Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“