Innlent

Áfram neyðarstig á Seyðisfirði

Sylvía Hall skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill

Neyðarstig verður áfram í gildi á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta var ákveðið í dag eftir fund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu en rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og á ákveðnu svæði á Eskifirði. Unnið er að mælingum á Oddskarðsvegi og verður staðan endurmetin síðar í dag.

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum vinna að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði.

Þar verða skilgreind hættuvæði og svæði sem eru talin örugg. Aðgerðarstjórn mun svo í framhaldi ákveða hvernig best sé að skipuleggja heimför íbúa á örugg svæði en stefnt er að því að kynna frekara skipulag á milli klukkan 14 og 15 í dag.

Fjöldahjálparstöðvar eru opnar í dag, annars vegar í Kirkju- og menningarhúsinu að Dalbraut 2 og opin í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum.


Tengdar fréttir

Skoða hvort hægt sé að af­létta hluta rýmingar

Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.