„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 18:08 Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. Stöð 2 Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens. Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens.
Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00