Skoða hvort hægt sé að aflétta hluta rýmingar Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 11:55 Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Neyðarstig er enn í gildi á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem þar féllu síðustu daga. Hættustig er á Eskifirði og verður farið í frekari vettvangskannanir í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir framhaldið ráðast af því hvað vettvangskönnun leiði í ljós. „Það er ekki komin nein niðurstaða endanleg, en það er verið að skoða flöt á því að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Svo þarf að fara í frekari vettvangskannanir varðandi Eskifjörð áður en hægt er að ákveða með það en það er líka verið að skoða það. Það veltur á vettvangskönnun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,Vísir/Vilhelm Hann segir gærdaginn hafa verið vel nýttan og gátu sérfræðingar kannað aðstæður. „Það voru sérfræðingar frá Veðurstofunni að störfum í gær ásamt lögreglumönnum frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem voru með dróna að skoða aðstæður og rýna í hlíðarnar og þau mælitæki sem eru á svæðinu til þess að safna gögnum. Gærdagurinn var vel nýttur.“ Rögnvaldur segir Seyðfirðinga hafa sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður. „Ég hef ekki verið í beinu sambandi við fólk en það sem ég hef heyrt er að fólk tekur þessu af yfirvegun. Það hafa allir skilning á því hvað er í gangi og hafa sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju. Hugur okkar er hjá þeim, fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín við þessar kringumstæður. Það er mjög erfitt.“ Ekki sé víst hvort fólk geti snúið heim til sín fyrir jól, en það væri óskastaða. „Já vonandi. Það kemur í ljós.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40 Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41 Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. 20. desember 2020 09:40
Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. 19. desember 2020 22:41
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08