Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 07:58 Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með bólusetningarferlinu. Getty/Bloomberg Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40