Enski boltinn

Rekinn úr starfi fjórum mánuðum eftir að hafa tekið við

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Búið spil.
Búið spil. vísir/Getty

Enska B-deildarliðið Watford er ekki þekkt fyrir að sýna knattspyrnustjórum mikla þolinmæði og það virðist ekkert hafa breyst eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Serbinn Vladimir Ivic var maðurinn sem ráðinn var til félagsins í haust og ljóst að honum var ætlað að koma liðinu beinustu leið upp úr Championship deildinni.

Eftir 2-0 tap gegn Huddersfield á útivelli í gær sendi félagið frá sér tilkynningu þess efnis að Ivic hefði verið rekinn úr starfi.

Ivic stýrði Watford í tuttugu deildarleikjum, vann níu leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði fjórum en liðið situr í 5.sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Norwich.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.