Innlent

Telja jarð­lög enn ó­stöðug vegna skriðu sem féll í morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill

Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum.

„Dagurinn verður nýttur til þess að meta umfang skriðufalla síðustu daga auk hættu á frekari skriðuföllum. Auk þess þarf að meta umfang tjóns og stöðu mikilvægra innviða á Seyðisfirði. Það verður gert undir eftirliti lögreglu með hjálp björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.

Neyðarstig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði eftir að skriður féllu þar í gær. Ein skriða féll inan við Búðará snemma í morgun en ekki er talið að hún hafi valdið miklum skemmdum. Skriðan er hins vegar talin gefa vísbendingar um að enn sé óstöðugleiki í jarðlögum ofan við Seyðisfjörð.

Þá er rýming á Eskifirði áfram í gildi, en hús við nokkrar götur þar voru rýmd síðdegis í gær þegar í ljós kom að sprungur í gamla Oddskarðsveginum, ofan við bæinn, höfðu stækkað.

Sérfræðingar frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Fjarðabyggð meta aðstæður á vettvangi í dag en vonast er til að niðurstaða mats þeirra liggi fyrir fljótlega eftir hádegi, að því er fram kemur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Sér fyrir endann á úr­komu en á­fram skriðu­hætta

Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×