Rannsakendur WHO á leið til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 23:22 Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Wuhan í Kína fyrr á árinu. AP/Chinatopix Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Ráðamenn í Kína hafa ekki viljað hleypa alþjóðlegum rannsakendum til borgarinnar hingað til en í frétt BBC segir að það að leyfi hafi fengist til rannsóknarinnar í næsta mánuði hafi tekið margra mánaða viðræður milli forsvarsmanna WHO og ráðamanna í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Það hefur þó aldrei verið ljóst hvort veiran barst fyrst í menn þar og er jafnvel talið að dreifing veirunnar hafi verið mikil á markaðnum. BBC segir að á árinu hafi rannsóknir sýnt að mögulega hafi veiran getað borist í menn um árabil en það hafi einfaldlega ekki gerst fyrr en í fyrra. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan og rannsaka uppruna veirunnar. Leitin að uppruna veirunnar hefur blandast milliríkjapólitík og þá sérstaklega vegna deilna Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sakað ráðamenn í Kína um að bera ábyrgð á veirunni og afleiðingum hennar og sakað þá um að hafa reynt að hylma yfir faraldurinn. Í samtali við AP fréttaveitunna í gærkvöldi, sagði þó þýskur vísindamaður sem tilheyrir teymi WHO, að markmið þeirra væri ekki að finna sökudólg. Þeir myndu skoða sýni og gögn í Wuhan til að reyna að finna hvar veiran barst fyrst úr dýrum í menn og frá hvaða tegund dýra. Markmiðið væri að skilja hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að draga úr hættunni á sambærilegum atvikum í framtíðinni. Talið er að vísindamennirnir muni verja minnst fjórum eða fimm vikum í Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira